Sandgerðingar skotglaðir
Eins og svo oft áður verður Björgunarsveitin Sigurvon með sölu flugelda í Sandgerði. Salan verður í húsi björgunarsveitarinnar og hefst kl. 18 föstudaginn 28. desember. Þann daginn verður selt til kl. 22 en laugardag og sunnudag er opið frá kl. 10-22. Á gamlársdag
er síðan opið frá kl. 10-16. Að sögn Birgis Haralssonar í Björgunarsveitinni Sigurvon er mikið úrval flugelda af öllum stærðum og gerðum í Sandgerði og mikið af
nýjum vörum. Hann segir fólk í Sandgerði vera sæmilega skotglatt en reiknar samt með smá samdrætti í ár. Björgunarsveitin gefur út blað sem er borið í öll hús í Sandgerði og þar er að finna allar upplýsingar. Birgir hvetur fólk til að kynna sér blaðið og fara varlega um áramót.
er síðan opið frá kl. 10-16. Að sögn Birgis Haralssonar í Björgunarsveitinni Sigurvon er mikið úrval flugelda af öllum stærðum og gerðum í Sandgerði og mikið af
nýjum vörum. Hann segir fólk í Sandgerði vera sæmilega skotglatt en reiknar samt með smá samdrætti í ár. Björgunarsveitin gefur út blað sem er borið í öll hús í Sandgerði og þar er að finna allar upplýsingar. Birgir hvetur fólk til að kynna sér blaðið og fara varlega um áramót.