Sandgerðingar sigursælir í Teiknisamkeppni MS
Kringa Viktoría Jarosz og Laufey Arnberg Óðinsdóttir, nemendur í 4. bekk í Grunnskólanum í Sandgerði, voru meðal þeirra tíu unnu til verðlauna í Teiknisamkeppni MS. Keppnin var haldin í tengslum við alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Rúmlega 1.300 myndir bárust frá 4. bekkingum í 70 skólum alls staðar að á landinu. Tíu myndir voru valdar og höfundum þeirra veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar og til viðbótar var hver mynd verðlaunuð með 40.000 króna peningagjöf frá Mjólkursamsölunni, sem rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild.
Í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni segir að myndefnið sé frjálst en megi gjarnan tengjast mjólk, hollustu og heilbrigði. Kýr eru alltaf vinsælt myndefni, sem og fernurnar sjálfar og flutningabílarnir.
Laufey og Kringa ásamt umsjónarkennurum, skólastjóra og myndmenntakennara.