Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sandgerðingar semja Ljósalag
Þriðjudagur 28. ágúst 2007 kl. 14:53

Sandgerðingar semja Ljósalag

Nýja Ljósalagið, Ó, Keflavík, hefur vakið upp miklar umræður í Reykjanesbæ og vakið upp gamla hrepparígsdrauga.

Svo skemmtilega vill hins vegar til að Selma Hrönn Maríudóttir, sem stendur m.a. á bak við vefinn www.245.is í Sandgerði, hefur samið lag í tilefni af Ljósanótt sem Rúnar Júlíusson bæjarlistamaður Reykjanesbæjar flytur.

Lagið ber heitið „Við Bergsins bjarma“ og vilja þau með því óska nágrönnum sínum í Reykjanesbæ gleðilegrar Ljósanæturhátíðar og þakka fyrir innlitin á vefinn.

Lagið má nálgast endurgjaldslaust með því að smella hér.

 

Við bergsins bjarma

Blika ljósin, upplýst bergið kyssir sæ,
um bæinn vefjast rökkurtjöldin.
Stjarna raular lag í silkimjúkum blæ,
söngvaskáldið tekur völdin.

Svífa hljóðir yfir sænum mávar þrír,
sælir fljúga í kvöldsins eldi.
Mild er æskan, margur þráir ævintýr,
mætast ástir seint að kveldi.

Nótt, við bergsins bjarma hljótt,
býður ljúfa stund, við hamraborg og sæ.
Nótt, já læðist Ljósanótt,
létt um byggð og ból í Reykjanessins bæ.

Svífa hljóðir yfir sænum mávar þrír,
sælir fljúga í kvöldsins eldi.
Mild er æskan, margur þráir ævintýr,
mætast ástir seint að kveldi.

Nótt, við bergsins bjarma hljótt,
býður ljúfa stund, við hamraborg og sæ.
Nótt, já læðist Ljósanótt,
létt um byggð og ból í Reykjanessins bæ.

Nótt, við bergsins bjarma hljótt,
býður ljúfa stund, við hamraborg og sæ.
Nótt, já læðist Ljósanótt,
létt um byggð og ból í Reykjanessins bæ.

 

Mynd/245.is: Rúnar og Selma á góðri stund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024