Sandgerðingar hita upp fyrir bæjarhátíðina
Sandgerðingar eru farnir að hita upp af krafti fyrir bæjarhátíð sína um komandi helgi, þegar Sandgerðisdagar verða haldnir. Í gær var haldið svokallað Miðtúnskaffi í rauða hverfinu þar sem fjölmargir þáðu vöfflur og kakó. Virkilega skemmtilegt framtak hjá Miðtúnsgengingu, segir á samfélagsvefnum 245.is sem tók meðfylgjandi mynd og fleiri sem má finna hér.