Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sandgerðingar gera sér glaða daga
Miðvikudagur 24. ágúst 2011 kl. 10:37

Sandgerðingar gera sér glaða daga

Sandgerðisdagar fara fram í vikunni, þeir hófust á mánudag og þeim líkur svo á sunnudaginn næstkomandi. Meðal þess sem verður á dagskrá á Sandgerðisdögum verður hinn víðfrægi knattspyrnuleikur milli Norður - og Suðurbæjar þar sem keppt er upp á stoltið. Biggi og Helgi munu svo leiða Loddu göngu Sandgerðisdaga. Gangan hefst í Vörðunni og gengið verður um götur bæjarins þar sem gestgjafar, lífs og liðnir, taka vel á móti fjöldanum með skemmtilegum uppákomum þar gleðin og léttleikinn verða í algleymi.

Meðal tónlistarmanna sem fram koma á laugardeginum á hátíðarsviðinu verða Ingó (Veðurguð), Gylfi Ægissson auk fjölda annara listamanna sem munu skemmta gestum og gangandi. Að sjálfsögðu verður svo flugeldasýning og varðeldur á laugardagskvöldið. Nánari dagskrá má sjá á sandgerdisdagar.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024