Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sandgerði: Vorhátíð til heiðurs sauðkindinni
Föstudagur 14. maí 2010 kl. 14:17

Sandgerði: Vorhátíð til heiðurs sauðkindinni

Blásið verður til vorveislu í Sandgerðisbæ nk. laugardag, 15. maí, þegar hin íslenska sauðkind verður heiðruð með margvíslegum hætti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Félagar í Listatorgi, lista- og menningarmálafélagi bæjarins ákváðu snemma í haust að undirbúa þennan viðburð til þess að varpa ljósi á hlutverk og notagildi hinnar íslensku sauðkindar í gegnum aldirnar.

Fjölbreytt dagskrá verður í Listatorgi frá klukkan 13:00 til 17:00 en þar verða málverk með sauðkindinni í alls konar útfærslum, ullarvörur, glerlistaverk, leirlistaverk, servíettur, póstkort, skartgripir og fleira fallegt handverk til sýnis og sölu. Ull verður spunnin á rokk og ljóð verða lesin upp. Fræðslukorn um sauðkindina frá nemendum grunnskólans.


Hinn nýi íslenski sauðaostur frá Akurnesi verður á boðstólnum svo fólk geti bragðað á.


Veitingahúsið Vitinn verður með ljúffengar kaffiveitingar á vægu verði og starfsfólkið þar verður uppáklætt í íslenskan þjóðbúning en þau ætla í sumar að bjóða upp á sérstakan íslenskan matseðil. Þetta verður svona forsmekkurinn að þjóðlegu sumri hjá þeim á Vitanum.


Öllu verður til tjaldað fyrir gesti og gangandi. Fjárbændur eru nokkrir í bæjarfélaginu og verða nokkrar ær frá þeim ásamt nýfæddum lömbum til sýnis utandyra.


Með þessari vorhátíð vilja félagsmenn Listatorgs heiðra og þakka hinni íslensku sauðkind fyrir allar hennar gjafir í gegnum aldirnar og minna fólk á að bjartari tímar eru framundan með blóm í haga og hækkandi sól.


Mynd: Smá[email protected]