Sandgerði eitt af athyglisverðustu brimbrettasvæðum heimsins
Ísland er komið á kortið yfir fimm athyglisverðustu brimbrettasvæði í heiminum. Haustin þykja á meðal bestu tíma ársins fyrir brimbrettaiðkunn enda hafa öldurnar stækkað á undanförnum árum og sjórinn hlýnað, segir í frétt á Vísi.is og er þar vitnað til Financial Times.
Í Financial Times eru nefndir til sögunnar fimm athyglisverðustu brimbrettastaðirnir í heiminum. Auk Íslands eru þar nefnd Kína, Vestur-Irland, Grænhöfðaeyjar og Fillipseyjar.
Um Ísland segir að miklar þróanir í gerð blautbúninga þýði að jafnvel lönd á borð við Ísland sé mikið aðdráttarafl fyrir brimbrettafólk. Reykjanes er þar sérstaklega nefnt til sögunnar, Sandgerði og Þorlákshöfn. Einnig Siglufjörður og Húsavík.
Myndin að ofan: Brimbrettakappi við Bót í Grindavík. Þetta er að verða sífellt algengari sjón á þessum slóðum. Myndina tók Hreinn Sverrisson og birtist hún á vef Grindavíkurbæjar. Að neðan er kaflinn um Ísland á vef FT.