Samtal aðila í ferðaþjónustu í Eldey
Íslandsstofa og Markaðsstofa Reykjaness boða til samtals aðila í ferðaþjónustu og tengdra hagsmunaaðila í Frumkvöðlasetrinu Eldey, næstkomandi föstudag. Á fundinum er ætlunin að ræða möguleika á að stilla enn frekar saman strengi í markaðssetningu landshluta og á landsvísu. Hvaða árangri viljum við ná í ferðaþjónustunni í framtíðinni og hvað er árangur í okkar huga? Hvernig getum við unnið betur saman og nýtt okkur þá markaðssetningu sem fer fram?
Á fundinum verða Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og Þuríður Halldóra Aradóttir, Markaðsstofu Reykjaness.
Björk Guðjónsdóttir, verkefnastjóri, mun stýra fundinum, sem verður frá kl. 9 - 12.
Á dagskrá verður erindi frá Ingu Hlín frá Íslandsstofu og Þuríði frá Markaðsstofu Reykjaness um markaðssetningu þessara aðila. Einnig samtal fundarmanna um hvernig bestum árangri verði náð.
Skráning fer fram hjá Þuríði á netfangið: [email protected]