Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 8. janúar 2003 kl. 11:08

Samsuð

Söngkeppni SamSuð (samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) verður haldin fimmtudagskvöldið 9. janúar á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sönkeppnin hefst klukkan 19:00 en húsið opnar 18:45 og eru allir 8. – 10. bekkingar á Suðurnesjum velkomnir.
Dagskráin er eftirfarandi:

Gígja Eyjólfsdóttir söngkona frá Grindavík hitar upp salinn.
Keppt í einstaklingsflokki.
Lady Marmalade. Skemmtiatriði frá Truflaðri Tilveru Garðinum.
Mistery Boy... Óvæntur leynigestur...
Keppt í hópakeppni.
Verðlaunaafhending. Meðal verðlauna eru hljóðverstímar hjá Geimsteini og inneign hjá Sparisjóðnum.

Kynnir verður stórstjarnan Jón Marinó sem gat sér gott orð í hlutverki bæjarstjóra Reykjanesbæjar í Revíunni sem sýnd var á dögunum.

Formaður dómnefndar verður Rúnar Júlíusson.

Frétt og mynd frá Fjörheimum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024