Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Samstarfssamningur við sönghópinn Áttundirnar
Frá undirritun samningsins. Á myndinni eru frá vinstri: Rut Sigurðardóttir, frístunda- og forvarnafulltrúi, Reynir Sveinsson, fulltrúi sóknarnefndar, Sigurbjörg Hjálmarsdóttir, kórstjóri og fulltrúi sönghópsins, Páll Valur Björnsson, þingmaður, Fanney D.
Miðvikudagur 5. febrúar 2014 kl. 09:25

Samstarfssamningur við sönghópinn Áttundirnar

- Efla samstarf og forvarnastarf.

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli sönghópsins Áttundanna, Hvalsneskirkju, Grunnskólans í Sandgerði og Sandgerðisbæjar. Með samningnum vilja þessir aðilar efla samstarf með áherslu á að styðja við starf sönghópsins Áttundanna og á sama tíma við forvarna- og frístundastarf fyrir börn og ungmenni í Sandgerði. Sönghópurinn Áttundirnar er afsprengi hins frábæra barna- og unglingakórsstarfs sem unnið hefur verið í Sandgerði síðustu ár. Sönghópurinn er fyrir þá sem hafa náð góðum árangri í söng og er hugsaður sem hvatning og markmið fyrir aðra að komast í hópinn. Hópurinn mun koma fram á hinum ýmsu viðburðum á vegum kirkjunnar, skólans og/eða bæjarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024