Samstaða í Hljómahöllinni í dag
Í dag kom saman fjöldi fólks í Hljómahöllinni þar sem að boðið var upp á dansbyltingu gegn kynbundnu ofbeldi. UN Women á Íslandi stendur fyrir viðburðinum og var fólk á öllum aldri mætt í Hljómahöllina til þess að dansa og sýna samstöðu. Atli Már sá um tónlistina og var heldur betur fjör á dansgólfinu.
Guðbrandur Einarsson sagði frá því hvers vegna allir væru samankomnir í Hljómahöllinni og fluttu þær Sólborg og Sigríður Guðbrandsdætur lag sem þær hafa nýlega gefið út, en það er ábreiða af laginu My silver lining.
Ljósmyndari Víkurfrétta var á staðnum og tók myndir sem sjá má í myndasafni hér fyrir neðan.