Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

“Samræmi-Identity” í Suðsuðvestur
Mánudagur 27. nóvember 2006 kl. 21:01

“Samræmi-Identity” í Suðsuðvestur

Laugardaginn 2.desember kl.16. opnar Gunnhildur Þórðardóttir sýninguna “Samræmi-Identity” í Suðsuðvestur og er þetta fyrsta einkasýning hennar á Íslandi, áður hefur hún tekið þátt í samsýningum hér heima og haldið einkasýningar í Englandi og Kaupmannahöfn.

Gunnhildur vinnur út frá hugmyndum rússnesk/bandaríska sálfræðingsins Abraham Maslow um þarfapýramídann og notar til þess liti og hluti/tákn tengdum hversdagsleikanum.  Á sýningunni verða málverk og skúlptúrar flestu unnið þetta ár.

Gunnhildur er með BA próf í fagurlistum og listasögu frá Listaháskólanum í Cambridge og MA gráðu í liststjórnun frá Ashcroft International Business School frá sömu borg.  Hún er nú búsett í Keflavík ásamt manni sínum og sonum þeirra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024