Samkeppni um Ljósalagið 2008
Í ár verður haldin samkeppni um nýtt Ljósalag. Lagahöfundar geta skilað laginu fullkláruðu á vefinn ljosanott.is/ljosalag eða sent disk á skrifstofur Reykjanesbæjar undir dulnefni. Rétt nafn og símanúmer afhendist í lokuðu umslagi.
Síðasti skiladagur er 14. júlí og mun dómnefnd velja 5 bestu lögin en einnig verður netkosning.
Nánari upplýsingar má sjá þegar nær dregur á vef Ljósanætur: ljosanott.is.
Verðlaunaupphæðin er kr. 500.000.-
Frekari upplýsingar veita:
Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi sími 864 9190
Ásmundur Friðriksson verkefnastjóri Ljósanætur sími 894 3900