Samkaup bjóða upp á tónlist og kjötsúpu á Ljósanótt
Glæsileg dagskrá verður á stóra sviðinu að kvöldi föstudags á Ljósanótt þar sem Samkaup Úrval býður upp á skemmtiatriði fyrir alla aldurshópa og, í samstarfi við Norðlenska og Matarlyst, kjarnmikla íslenska kjötsúpu á meðan birgðir endast. Meðal þeirra sem koma fram á dagskránni eru Dýrin í Hálsakógi, Gunni og Felix, félagar í Leikfélagi Keflavíkur auk tónlistaratriða frá Hjálmum, Baggalúti, Megasi og hljómsveitinni Hálft í hvoru.
Samstarfsamningur vegna þessa var undirritaður í vikunni þar sem Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, og Steinþór Jónsson, formaður Ljósanæturnefndar, handsöluðu samkomulagið.
VF-mynd/Þorgils
Samstarfsamningur vegna þessa var undirritaður í vikunni þar sem Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, og Steinþór Jónsson, formaður Ljósanæturnefndar, handsöluðu samkomulagið.
VF-mynd/Þorgils