Samkaup 24 ára
Samkaup fagnar 24 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni var viðskiptavinum boðið upp á gómsæta rjómatertu í versluninni í gær. Fjöldi góðra afmælistilboða eru í gangi af þessu tilefni og jólastemmningin er komin í hús. Búið að skreyta búðina og jólavörurnar komnar á sinn stað.
Fyrirtækið Samkaup h.f. sem er í meirihlutaeigu Kaupfélags Suðurensja er hinsvegar 8 ára og hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun þess og í dag eru verslanir fyrirtækisins 38 talsins víðsvegar um landið.
Hjá fyrirtækinu starfa nú um 740 manns.
VF-myndir:elg