SAMFYLKING TIL FRAMTÍÐAR
Samfylking til framtÍðar er nýtt afl í íslenskri pólitík, afl sem getur tekist á við þann vanda að auka hagkvæmni velferðarkerfisins í víðastri merkingu og tryggja varanleika þess. Samfylkingin getur skapað það traust sem er nauðsynleg forsenda þess að árangur náist. Til þess þarf nýtt fólk, nýjan kraft. Ég hef lengi verið áhugamaður um sameiningu félagshyggjufólks á Íslandi og hef því ákveðið að gefa kost á mér til framboðs fyrir samfylkinguna Í Reykjaneskjördæmi og sækist eftir 3ja sæti listans.Áherslur mÍnar eru eftirfarandi:1. Uppstokkun í heilbrigðismálum og félagsmálum:Það þarf að gera velferðarkerfið hagkvæmara og markvissara ef það á að standast ögrun framtíðarinnar. Meðal annars þarf að sameina stóru sjúkrahúsin í Reykjavík í eitt hátækni sjúkrahús til þess að koma í veg fyrir tvíverknað og margkostnað. Efla þarf og móta verður nýja stefnu um Tryggingastofnun rÍkisins og gera hana hæfari til að sinna þörfum landsmanna. Gera þarf stofnuninni mögulegt að stórauka starfsemi sína varðandi endurhæfingu og símenntun öryrkja til að gera þeim mögulegt að takast á við vanda sinn.Taka þarf á málefnum aldraðra á nýjan hátt þar sem áhersla er lögð ásamstöðu kynslóðanna. Ég hef unnið að heilbrigðismálum á vettvangi Evrópusambandsins á undanförnum tveimur árum og þar áður hjá Tryggingastofnun ríkisins og tel mig hafa af mikilli reynslu að miðla. Þá hef ég unnið að áfengis- og vímuefnavarnamálum um árabil sem eru svo að segja undirflokkur í heilbrigðisgeiranum.2. Málefni launafólks:Málefni launafólks eru mér afar hugstæð, enda hef ég unnið innan vébanda verkalýðshreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum árum þurft að standa vörð um velferðarþjóðfélagið og mikilvægt hlutverk sitt í samfélaginu. Ég tel brýnt að sækja fram áþeim vettvangi. Framboð mitt nýtur stuðnings forystumanna í verkalýðshreyfingunni í kjördæminu, einnig formanns Dagsbrúnar/Framsóknar.3. Málefni Evrópusambandsins:Ég tel tímabært að taka upp málefni Evrópusambandsins. Reynsla mín af störfum fyrir Evrópusambandið er afar góð og ég tel mikilvægt að fólk átti sig á þeirri samleið sem við Íslendingar eigum með Evrópusambandinu í margvÍslegu tilliti. Þjóðin þarf að fá tækifæri til að ræða hugsanlega aðild á hlutlægan hátt, án þess að menn gefi sér fyrirfram niðurstöðu úr þeirri umræðu. 4. Atvinnumál á Suðurnesjum og í Reykjaneskjördæmi:Atvinnumál á Suðurnesjum og í Reykjaneskjördæmi þarf að tengja með símenntunarátaki þeim möguleikum sem svæðið, öðrum landshlutum fremur, hefur í tengslum við Evrópska efnahagssvæðið, m.a. fyrir erlendar fjárfestingar.5. Nýr flokkur.Ég mun beita mér fyrir því að nýr flokkur samfylkingar verði stofnaður ánæsta ári til að treysta það afl sem nú lítur dagsins ljós. Ég mun gera nánari grein fyrir þessum áherslum mÍnu með blaðagreinum og á heimasíðu minni (http:www.hi.is/~lobbi/skuli/skuli.htm), á næstu dögum og vikum fram að prófkjörinu sem verður fyrstu helgina Í febrúarmánuði, en það er öllum opið.Skúli Thoroddsen