Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Samflot í sundlaug Akurskóla
Fimmtudagur 9. október 2014 kl. 12:55

Samflot í sundlaug Akurskóla

- með sérhannaðri sundhettu sem notið hefur síaukinna vinsælda.

Laugardaginn 18. október kl. 14:00 stendur Krabbameinsfélagið fyrir samfloti í sundlaug Akurskóla. Unnur Valdís Kristjánsdóttir er hönnuður flothettu sem notuð er við samflotið. Flothettan nýtur síaukinna vinsælda til slökunar og til að draga úr streitu. Unnur verður á staðnum og leigir hettur og leiðbeinir við notkun. Lifandi tónlist mun hljóma af sundlaugarbakkanum í flutningi tónlistarmanna af Suðurnesjum.

Fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann er boðið upp á dagskrá á skrifstofu félagsins. Fram að jólum er dagskráin þessi:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þriðjudaginn 4. nóv. kl. 19:30 kemur Ásdís Ragna Einarsdóttir og ræðir um náttúrulegar leiðir til heilsusamlegrar uppbyggingar.
Þriðjudaginn 2. des. kl. 19:30 verður Sr. Erla Guðmundsdóttir með aðventuhugvekju og boðið verður upp á súkkulaði og smákökur.
Dagskráin eftir áramót verður auglýst á Facebooksíðunni.
 

Um Krabbameinsfélagið:

Krabbameinsfélag Suðurnesja var stofnað 15. október 1953 og fagnaði því 60 ára afmæli á síðasta ári. Rekstur félagsins er byggður á framlögum velunnara og félaga og fjáröflunum auk þess sem Krabbameinsfélag Íslands leggur til framlag vegna launa starfmanns. Skráðir félagar eru um 850 og er félagsgjaldið 2.500 krónur á ári.

Minningarkort eru til sölu á skrifstofunni og einnig í Lyfju í Krossmóa, Lyfjum og heilsu á Suðurgötu og í Pósthúsinu í Reykjanesbæ. Hlutverk og markmið félagsins er að styðja og efla í hvívetna baráttuna gegn krabbameini, beita sér fyrir réttindum krabbameinssjúklinga og vera málsvari þeirra.

Skrifstofa Krabbameinsfélagsins að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ (í húsi Rauða krossins) er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12–16.  Síminn er 421-6363 og vefslóðin er www.krabb.is/sudurnes, en einnig má finna félagið á Facebook. Svarað er í símann á öðrum tímum ef erindið er brýnt.

Á skrifstofunni er veitt ráðgjöf og hægt er að nálgast bæklinga og annað fræðsluefni sem tengist krabbameini. Þangað geta allir komið hvort heldur þeir sem hafa greinst með krabbamein, aðstandendur þeirra eða vinir og fengið upplýsingar og stuðning. Einnig fer starfsmaður í heimahús ef þess er óskað. Á opnunartíma er alltaf heitt kaffi á könnunni og fólk er hvatt til að koma og nýta sér þjónustu félagsins.

Frá og með 14. október mun Sara Dögg Gylfadóttir félagsráðgjafi veita krabbameinssjúklingum fría ráðgjöf um félagsleg réttindamál í veikindum. Tímapantanir eru á opnunartíma í síma 421-6363.

Á síðasta ári var stofnaður gönguhópur. Gengið er frá Sundmiðstöðinni á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:30. Þetta hefur reynst góður vettvangur til uppbyggilegrar samveru. Síðasta mánudag hvers mánaðar hittist hópurinn eftir göngu á kaffihúsi og geta þá þeir sem ekki treysta sér í gönguna komið þangað. Jóga með Ágústu er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00. Þeim sem greinst hafa með krabbamein er boðið í fría jógatíma í boði eigenda Om setursins að Hafnargötu 57. Ágústa Hildur Gizzurardóttir jógakennari leiðbeinir.