Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Sameiginlegur skipulagsdagur leikskóla á Reykjanesi
    Leikskólakennarar af Reykjanesi sem hittust í vor í húsnæði Eldeyjar.
  • Sameiginlegur skipulagsdagur leikskóla á Reykjanesi
    Heiða Ingólfsdóttir.
Þriðjudagur 26. ágúst 2014 kl. 15:54

Sameiginlegur skipulagsdagur leikskóla á Reykjanesi

Fyrirlestur, smiðjur og ýmislegt fleira næstkomandi föstudag.

 

Sameiginlegur skipulagsdagur leikskóla á Reykjanesi verður haldinn næstkomandi föstudag. Heiða Ingólfsdóttir, sérkennslustjóri á leikskólanum Holti og einn skipuleggjenda, segir daginn verða bæði fjölbreyttan og fróðlegan enda séu símenntun og starfsþróun stórir þættir í öllu skólastarfi.
 
„Öflugt leikskólastarf hefur einkennt leikskóla á Reykjanesinu og er nú gerð tilraun til að miðla því sem vel er gert og nýta þekkingu sem til staðar er innan skólanna til annarra skóla. Sterk tengsl eru á milli framtíðarsýnar Reykjanesbæjar í menntamálum, grunnþátta menntunar og viðfangsefna skipulagsdagsins og er þannig unnið enn frekar að því að efla leikskólastarfið og glæða með nýjum hugmyndum og leiðum í vinnu með börnum,“ segir Heiða.
 
Fyrir hádegi verður sameiginlegur fyrirlestur í Hljómahöllinni þar sem Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur flytur fyrirlesturinn „að þrífast í krefjandi starfi“.  Eftir hádegi er boðið upp á 16 smiðjur sem eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Má þar nefna vísindasmiðju, stærðfræðismiðju, kynningu á leikskólafræðum, læsi, jafnrétti og lýðræði og fyrirlestur um notkun ipad í leikskólastarfi. Undirbúningur hefur staðið yfir í heilt ár en stjórnir 9. deildar félags leikskólakennara og félags stjórnenda í leikskólum ásamt leikskólafulltrúa Reykjanesbæjar sáu um skipulagninguna. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024