Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sameiginlegt lestrarátak í grunnskólum
Þriðjudagur 28. október 2008 kl. 11:51

Sameiginlegt lestrarátak í grunnskólum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú stendur fyir lestrarátak í öllum grunnskólum í Reykjanesbæ, Garði, Sandgerði og Vogum.

Af því tilefni deila nú kennsluráðgjafar fræðsluskrifstofu út lestrarörvunarverkefnum til skólanna sem hafa það að leiðarljósi að auka samvinnu heimila og skóla.

Verkefnin heita Lesum og skrifum saman, það er gaman, og eru ætluð nemendum á miðstigi. Lestrarverkefnin  eru unnin af kennsluráðgjöfum fræðsluskrifstofu og hópi gamalreyndra lestrarkennara úr Reykjanesbæ.

Í verkefninu er unnið með þjóðsögur og ævintýri til að auka orðaforða, lestrarfærni og áhuga nemenda á bókmenntum. Framtakið er hluti af verkefninu Lestrarmenning í Reykjanesbæ sem hefur verið í gangi undanfarin ár.

Mynd: Gyða Arnmundsdóttir og Hafdís Garðarsdóttir, kennsluráðgjafar fræðsluskrifstofunnar, með vinnugögn verkefnisins Lesum og skrifum saman, það er gaman.

Af vef Reykjanesbæjar.