Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Samdi lag fyrir Gimli í tilefni af heilsu-og forvarnarviku
Laugardagur 9. október 2010 kl. 10:05

Samdi lag fyrir Gimli í tilefni af heilsu-og forvarnarviku


Leikskólinn Gimli var með dagskrá tengda Heilsu-og forvarnarviku Reykjanesbæjar.  Dagskránni lauk með danshátíð s.l. föstudag á útisvæði leikskólans þar sem boðið var upp á ávexti og grænmeti.
 
Listamanninn Guðmund Rúnar Lúðvíksson kom í heimsókn á föstudaginn með gítarinn meðferðis og söng með krökkunum lagið Grænmetisgarðurinn sem Guðmundur samdi sérstaklega fyrir Gimli af þessu tilefni. Texti lagsins fjallar að sjálfsögðu um hollustu og heilbrigði. Þess má geta að Guðmundir á afabarn á leikskólanum Gimli.
 
Lagið er létt og grípandi og voru börn og kennarar fljót að ná því til að geta öll tekið undir.

Mynd/Guðmundur Rúnar og afadrengurinn Pétur Garðar flytja lagið Grænmetisgarðurinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024