Sálumessa í Keflavíkurkirkju
Barnakór og Kór Keflavíkurkirkju héldu sameiginlega tónleika síðdegis. Hákon Leifsson stjórnaði þeim síðarnefndu.
Börnin fluttu meðal annars lagið Fyrir ofan regnbogan eftir Harold Arlen. Þá voru
verkin Maríukvæði eftir Atla Heimi Sveinsson og Requiem eftir Gabriel Fauré flutt af Kórnum.
Gabriel Fauré var organisti og kórstjórnandi í París um miðbik síðustu aldar. Requiem eða sálumessa er eitt þekktasta verk hans.
VF-mynd/Margrét