Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 12. febrúar 2002 kl. 08:34

Saltkjöt og baunir, túkall

Í dag er sprengidagur sem er uppáhaldsdagur margra. Þá gæða menn sér á saltkjöti og baunum þannig að ekki er staðið upp frá borðum fyrr en maður er ”sprunginn”. Saga daganna eftir Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, er gullnáma fyrir þá sem vilja skoða sögu og merkingu daga eins og sprengidags, eftirfanrandi er kafli úr þeirri bók.
Sprengidagur er þriðjudagur í 7. viku fyrir páska (3. febrúar til 9. mars). Heimildir frá miðri 18. öld greina frá tilhaldi með kjötáti á sprengidag og er líklegt að slík matarveisla eigi rætur í katólskum sið. Þá var kjöt lítt við hæfi rúmhelga daga í föstuinngang, en kjötveislan kann við siðaskiptin að hafa flust frá sunnudagskvöldinu til þriðjudagsins. Einnig eru spurnir af því frá 18. öld að á sprengidag hafi þjónustur fengið kaup frá þjónustumönnum og blíðuhót að auki, og kunna slíkar venjur einnig að benda á tilhald í katólskum sið. Hangiket var lengstum helstur veislukostur, enda salt af skornum skammti, en frá síðara hluta 19. aldar er vitað um saltkjöt og baunir á sprengidag. Sú hefð er nú almenn. Íslenskt heiti dagsins er ekki þekkt fyrr en á 18. öld, og hefur síðan einkum verið tengt kappi við át. Líklegra er að heitið sé upphaflega dregið af því að þennan dag, og raunar einnig nokkra aðra iðrunardaga, var í katólskum sið stökkt á kirkjugesti vígðu vatni. Kirkjulegur dagur með slíkri athöfn er á þýsku kallaður "Sprengtag" og gæti það heiti hafa borist til Íslands með útlendum biskupum eða Hansakaupmönnum undir lok miðalda.

Heimild:
Saga daganna eftir Árna Björnsson, 1996

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024