Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 27. ágúst 2001 kl. 09:33

Saltfisksverkun fyrri alda kynnt í Grindavík

Á næsta ári er ráðgert að opna saltfisksetur í Grindavík sem hefur það að markmiði að safna og varðveita muni og myndir sem tengjast sögu saltfisks á Íslandi.
Safnið mun einnig sinna fræðslustarfi fyrir skóla og aðrar menntastofnanir um saltfiskvinnslu og samfélagsleg áhrif hennar á Íslandi og að veita afþreyingu fyrir ferðamenn sem sækja Grindavík heim. Einnig á að kynna fyrir gestum saltfisk, bragð hans og gæði með sérstakri áherslu
á hreinleika íslensku vörunnar og fjölbreytta möguleika í matargerð. Á saltfisksetrinu verður farið í gegnum sögu saltfisks allt frá 113. öld og fram til dagsins í dag. Ýmiskonar munir verða til sýnis og gamlar myndir. Á annari hæð safnsins má síðan finna áraskip í fullri stær og annað sem notað var til saltfisksverkunnar fyrr á öldum. Í andyri safnsins verður hægt að kaupa kaffi auk þess sem minjagripaverslun verður starfrækt þar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024