Saltfiskstrimlar í sólbaði og ananassalsa
Úrslit í hinni árlegu saltfiskuppskriftarkeppninni Saltfiskseturs Íslands í Grindavík og félagsins Matur saga menning (MSM) liggja nú fyrir. Þátttaka var með ágætum. Matreiðslumennirnir Sigurvin Gunnarsson og Friðrik V. Karlsson meðlimir í MSM hafa nú valið fimm bestu uppskriftirnar . Er vinningshöfum óskað innlega til hamingju. Uppskriftir verða birtar fljótlega á heimasíðu www.matarsetur.is.
Vinningshafar eru:
1. sæti. Saltfiskmoussaka
Höfundur Teitur Jóhannesson - Hafnarfirði
2. sæti. Pönnusteiktur saltfiskur með ananassalsa
Höfundur Óli Baldur Bjarnason - Grindavík
3. sæti. Saltfiskstappa á sætu kartöflumauki
Höfundur Valdís Kristinsdóttir - Grindavík
4. sæti Beikonvafinn saltfiskur með íslensku byggottói og hvítlauks-tómat-salsa
Höfundur Ólöf Jakobsdóttir - Reykjavík
5. sæti Djúpsteiktir saltfiskstrimlar í sólbaði
Höfundur Kristinn Þórhallsson - Grindavík
Verðlaunaafhending verður í Kvikunni helgina eftir páska.
1. verðlaun eru kr. 30.000, 2. verðlaun kr. 20.000, 3. verðlaun kr.
10.000, 4. verðlaun kr. 5.000 og 5. verðlaun kr. 5.000.