Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Saltfiskstrimlar í sólbaði og ananassalsa
Miðvikudagur 28. mars 2012 kl. 12:33

Saltfiskstrimlar í sólbaði og ananassalsa



Úrslit í hinni árlegu saltfiskuppskriftarkeppninni Saltfiskseturs Íslands í Grindavík og félagsins Matur saga menning (MSM) liggja nú fyrir. Þátttaka var með ágætum. Matreiðslumennirnir Sigurvin Gunnarsson og Friðrik V. Karlsson meðlimir í MSM hafa nú valið fimm bestu uppskriftirnar . Er vinningshöfum óskað innlega til hamingju. Uppskriftir verða birtar fljótlega á heimasíðu www.matarsetur.is.

Vinningshafar eru:

1. sæti. Saltfiskmoussaka
Höfundur Teitur Jóhannesson - Hafnarfirði

2. sæti. Pönnusteiktur saltfiskur með ananassalsa
Höfundur Óli Baldur Bjarnason - Grindavík

3. sæti. Saltfiskstappa á sætu kartöflumauki
Höfundur Valdís Kristinsdóttir - Grindavík

4. sæti Beikonvafinn saltfiskur með íslensku byggottói og hvítlauks-tómat-salsa
Höfundur Ólöf Jakobsdóttir - Reykjavík

5. sæti Djúpsteiktir saltfiskstrimlar í sólbaði
Höfundur Kristinn Þórhallsson - Grindavík

Verðlaunaafhending verður í Kvikunni helgina eftir páska.
1. verðlaun eru kr. 30.000, 2. verðlaun kr. 20.000, 3. verðlaun kr.
10.000, 4. verðlaun kr. 5.000 og 5. verðlaun kr. 5.000.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024