Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sálmar jólanna í Ytri Njarðvíkurkirkju
Fimmtudagur 9. desember 2010 kl. 09:34

Sálmar jólanna í Ytri Njarðvíkurkirkju

Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson leika útsetningar sínar á jólasálmum og jólalögum í Ytri-Njarðvíkurkirkju á morgun föstudag 10. desember.

Tónleikarnir hefjast kl. 12:15 og standa yfir í u.þ.b. hálftíma. Miðaverð er kr. 1000.- en kr. 500 fyrir ellilífeyrisþega og námsmenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er orðin árviss viðburður að Tónlistarfélag Reykjanesbæjar bjóði upp á hádegistónleika í byrjun desember. Það er tilvalið að skreppa smástund frá amstri hversdagsins og mæta í kirkju og hlýða á ljúfa tóna.