Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 25. janúar 2000 kl. 11:26

Salka Valka ástarsaga, kvöldstund með Maríu Ellingsen leikkonu.

Tími: Þriðjudaginn 25. janúar kl. 20 í Bókasafninu, Hafnargötu 57. ókeypis aðgangur “Það eru til góðar bækur og það eru til stórfenglegar bækur og það eru til bækur sem eru eitthvað meira; bækur lífs þíns…” María Ellingsen kemur í bóksafnið og fer með kafla úr sögunni. Hún fjallar um ástarsöguna Sölku Völku og tilurð samnefnds leikrits sem Hafnarfjarðarleikhúsið flytur þessa dagana með Maríu í aðalhlutverki. Fjallað verður um margvíslega þætti þessarar heillandi sögu; kímnina, harminn, frásagnarháttinn og atburðarás. Íslenskufræðingarnir Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Þorvaldur Sigurðsson og María Björk Kristjándóttir mun leggja til málanna og rekja garnirnar úr Maríu um leikgerðina og þessi mögnuðu bók Halldórs K. Laxness. Í tengslum við þessa kynningu er boðið uppá afsláttarverð kr. 1700 á leikssýninguna í Hafnarfirði föstudaginn 28. janúar. Skráning á kynningunni sjálfri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024