Salka Valka ástarsaga, kvöldstund með Maríu Ellingsen leikkonu.
Tími: Þriðjudaginn 25. janúar kl. 20 í Bókasafninu, Hafnargötu 57. ókeypis aðgangur“Það eru til góðar bækur og það eru til stórfenglegar bækur og það eru til bækur sem eru eitthvað meira; bækur lífs þíns…” María Ellingsen kemur í bóksafnið og fer með kafla úr sögunni. Hún fjallar um ástarsöguna Sölku Völku og tilurð samnefnds leikrits sem Hafnarfjarðarleikhúsið flytur þessa dagana með Maríu í aðalhlutverki. Fjallað verður um margvíslega þætti þessarar heillandi sögu; kímnina, harminn, frásagnarháttinn og atburðarás. Íslenskufræðingarnir Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Þorvaldur Sigurðsson og María Björk Kristjándóttir mun leggja til málanna og rekja garnirnar úr Maríu um leikgerðina og þessi mögnuðu bók Halldórs K. Laxness.Í tengslum við þessa kynningu er boðið uppá afsláttarverð kr. 1700 á leikssýninguna í Hafnarfirði föstudaginn 28. janúar. Skráning á kynningunni sjálfri.