Sálin stóð fyrir sínu
Sálin hans Jóns míns lék fyrir dansi í Stapa á Páskadag og þeir Sálarmeðlimir stóðu vel fyrir sínu. Að vanda var fullt hús og vel tekið undir í þekktustu lögunum. Sálin spilaði til 04:00 um nóttina en tóku eitt uppklappslag áður en þeir pökkuðu saman. Ljósmyndari Víkurfrétta tók þessar myndir en eins og sjá má á neðri myndinni þá trekkir Sálin alltaf vel í Stapa, dansgólfið var þéttskipað allt kvöldið.