Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sálin mætir í Stapann
Miðvikudagur 15. maí 2013 kl. 08:00

Sálin mætir í Stapann

Sálin slær upp balli í Stapanum laugardagskvöldið 18. maí. Langt er um liðið síðan Sálverjar léku í Keflavík og því kominn tími til að sögn Stefáns Hilmarssonar, söngvara sveitarinnar. 

„Við spilum auðvitað öll þekktustu lög sveitarinnar flutt af trukki og fullum þunga. DJ Júró leikur Eurovisonlög fyrir ball og í leikhlénu,“ sagði Stebbi sem vonast eftir góðum viðtökum Suðurnesjamanna. Sálin fagnar aldarfjórðungsafmæli á þessu ári en hún er ein vinsælasta hljómsveit hér á landi. 

Forsala er hafin í Gallerí Keflavík. Miðaverð í forsölu 2.000 en 2.900 við hurð. Nú er lag að draga fram sumarkjólana og mokkasínurnar og tölta út í sumarnóttina til fundar við Auði og allar hinar stelpurnar, segir í frétt frá Sálinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024