Sálin í Top of the Rock á morgun
Sálin hans Jóns míns slær upp tjöldum og giggi á Top of the Rock laugardagskvöldið 7. ágúst. Nokkuð er nú um liðið frá því að sveitin tróð þar upp síðast, en að venju verða þar viðruð öll helstu lög sveitarinnar, allt frá elsta til yngsta smells.
Þessa dagana er sveitin með annan fótinn í hinu fornfræga hljóðveri Hljóðrita við upptökur á nýju efni. Vænta má þess að það komi út á plötu n.k. haust og verður það fyrsta stúdíóplatan frá því að „Undir þínum áhrifum" kom út árið 2005.
Í ágúst mun fyrsta lag hinnar nýju plötu hljóma í útvarpi, lagið „Fyrir utan gluggann þinn".