Sálin í Stapa 17. desember
Sálin verður á ferðinni í jólamánuðinum og á milli hátíða. Laugardagskvöldið 17. desember stíga Sálverjar á stokk í Stapanum í Njarðvík.
Langt er liðið síðan Sálin lék í Stapanum, enda gekk húsið nýlega í gegnum gagngerar breytingar og er nú orðið sem nýtt. Sálverjar minnast skemmtilegra gigga í Stapa og er tilhlökkun í Sálverjum yfir því að koma aftur í Stapann og verður þar að sjálfsögðu öllu til tjaldað. Aldurstakmark verður 20 ár og forsala auglýst þegar nær dregur.