Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sálin á ofurballi í Offanum í kvöld - Stefán og félagar með nýtt lag
Laugardagur 8. ágúst 2009 kl. 17:02

Sálin á ofurballi í Offanum í kvöld - Stefán og félagar með nýtt lag

Sálin hans Jóns míns tryllir allt sem trylla má í Officera klúbbnum í kvöld,  laugardagskvöld. Sálin er nýkominn til landsins eftir langa og  stranga siglingu frá Vestmannaeyjum þar sem þeir sneru öllu við á  Þjóðhátíðinni sem sögð er sú stærsta frá upphafi.

Ste Hill og Company  hafa æft eitt nýtt lag fyrir laugardagskvöldið og verður ekkert látið  uppi um hvaða lag það er fyrr en á miðnætti á laugardag þegar húsið  opnar. Atli skemmtanalögga geymir diskanna sína í spilaranum á Auto Pilot á meðan hann handtekur gesti staðarinns sem ná ekki að missa það.

Sálin er fyrsta hljómsveitin á landinu sem skipt hefur út öllum  mögnurum sveitarinnar fyrir nýja tegund magnara sem eru þeir fyrstu í  heiminum sem ná uppí ellefu í stað hinna hefðbundu magnara sem ná uppí  tíu.

„Nokkrir handsmíðaðir magnarar hafa hingað til verið fluttir til  landsins en nú er þetta í fyrsta sinn svo vitað sé sem hljómsveit  skipti öllum mögnurum fyrir heila línu af ellefu mögnurum“, sagði  talsmaður sveitarinnar. Magnararnir eru af gerðinni Eleven. Á sama  tíma hefur Officera klúbburinn látið skipta út öllu 110w rafmagni  fyrir hinn íslensku 220w og hafa mælingar leitt í ljós að „soundið“ er  töluvert betra í 220w.

KONA SEM KEMUR Á ÓVART, FUNDIN Í KEFLAVÍK?

Sagan segir að konan sem kom Stefáni Hilmarssyni og Sálinni á óvart í  textanum við lagið Ábyggilega, sé búsett í Reykjanesbæ. Hún sé ekki  búsett í Tokyo eins og haldið var fram í laginu á sínum tíma. Hún er  víst löngu hætt að koma á óvart og hefur mætt á hvert einasta ball Sálarinnar síðan lagið kom út árið 1995.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024