Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sálarball á Vellinum í kvöld
Laugardagur 11. október 2008 kl. 19:11

Sálarball á Vellinum í kvöld



Sálin hans Jóns míns mun slá upp stórdansleik á Vallarheiði í kvöld þegar sveitin kemur fram í Top Of The Rock. Þetta er í annað skipti í ár sem Sálin kemur fram á "Vellinum". Í ágúst léku Sálverjar í Officera klúbbnum, eða "Offanum", eins og klúbburinn var jafnan kallaður á gullaldarárum bítlatónlistarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stemmningin var mikil og góð í Offanum og standa vonir til þess að stemmningin verði ekki síðri á Top Of The Rock í kvöld.

Tíðindi síðustu daga hafa verið lítt til þess fallin að létta fólki lundina og þess vegna veitir ekki af vænum skammti af gleðipoppi til að rétta aðeins af "hamingjuhalla" þjóðarinnar.



Boðið verður upp á sætaferðir gegn vægu gjaldi niður í Keflavík og Njarðvík eftir ball.