Sálarball á laugardag: Nýr diskur væntanlegur
Sálin hans Jóns míns heldur tónleika í Stapa laugardaginn 6. ágúst og sem fyrr má gera ráð fyrir að Sálin troðfylli húsið, eins og þeim einum er lagið.
„Tónleikar okkar í Stapanum hafa eiginlega allir verið skemmtilegir og eftirminnilegir,“ sagði Stefán Hilmarsson, söngvari Sálarinnar, í samtali við Víkurfréttir. „En líklega er óhætt að segja að eftirminnilegasta Stapa-kvöldið hafi þó ekki endað alltof vel. Það var í ágústlok 1997 að við Sálverjar vorum að drepa tímann í rútunni að afloknum vel heppnuðum tónleikum, þegar einhver kveikti á útvarpinu og við heyrðum að Díana prinsessa hefði látist í bílslysinu fræga í París. Þetta er nú ekki falleg minning, en hún situr alltaf í mér og ég tengi hana Stapanum með þessum óbeina hætti,“ sagði Stefán.
Í haust er væntanleg ný plata frá Sálinni og segir Stefán að þetta sé fyrsta „eðlilega“ Sálarplatan í nokkurn tíma. „Þetta er svona fyrsta platan sem við sendum frá okkur í ein 3 ár sem hefur engin sérstök formerki, heldur er um að ræða „venjulega,“ frjálsa og óháða Sálarplötu, en þrjú lög af plötunni eru þegar komin í spilun, þ.á.m.
það nýjasta, Þú færð bros,“ sagði Stefán að lokum.
Forsala aðgöngumiða hefst föstudaginn 5. ágúst kl. 17 í Stapa og það er vissara að tryggja sér miða í tæka tíð.
„Tónleikar okkar í Stapanum hafa eiginlega allir verið skemmtilegir og eftirminnilegir,“ sagði Stefán Hilmarsson, söngvari Sálarinnar, í samtali við Víkurfréttir. „En líklega er óhætt að segja að eftirminnilegasta Stapa-kvöldið hafi þó ekki endað alltof vel. Það var í ágústlok 1997 að við Sálverjar vorum að drepa tímann í rútunni að afloknum vel heppnuðum tónleikum, þegar einhver kveikti á útvarpinu og við heyrðum að Díana prinsessa hefði látist í bílslysinu fræga í París. Þetta er nú ekki falleg minning, en hún situr alltaf í mér og ég tengi hana Stapanum með þessum óbeina hætti,“ sagði Stefán.
Í haust er væntanleg ný plata frá Sálinni og segir Stefán að þetta sé fyrsta „eðlilega“ Sálarplatan í nokkurn tíma. „Þetta er svona fyrsta platan sem við sendum frá okkur í ein 3 ár sem hefur engin sérstök formerki, heldur er um að ræða „venjulega,“ frjálsa og óháða Sálarplötu, en þrjú lög af plötunni eru þegar komin í spilun, þ.á.m.
það nýjasta, Þú færð bros,“ sagði Stefán að lokum.
Forsala aðgöngumiða hefst föstudaginn 5. ágúst kl. 17 í Stapa og það er vissara að tryggja sér miða í tæka tíð.