Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 24. nóvember 2001 kl. 16:46

Sala á jólatrjám hafin í Keflavík - bara opin fyrir Varnarliðið

Árleg jólatrésala Kiwanisklúbbsins Keilis er hafin í Keflavík. Nú stendur yfir sala á trjám til Varnarliðsmanna en formlega verður opnað fyrir Suðurnesjamenn 10. desmeber .Varnarliðsmenn eru fyrr á ferðinni en Íslendingar þar sem jólaskreytingar eru settar upp á Keflavíkurflugvelli í tengslum við Þakkargjörðarhátíðina. Trén eru óvengju falleg í ár en Kiwanismenn fá trén frá Danmörku.
Enn og aftur eru trjásalan á nýjum stað en nú er verslað með jólatré í gamla þvottahúsi SBK að Hafnargötu 12 í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024