Sakna þess að knúsa fólkið mitt og vini
Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir er starfsmaður Isavia á Keflavíkurflugvelli. Hún segist hafa tekið veiruna alvarlega frá því hún kom fyrst upp í Kína. Hún heldur að ástandið muni vara fram í júní en vonar innilega að þessu ljúki fyrr, enda vill hún getað knúsað fólkið sitt og vini. Jóhanna svaraði nokkrum spurningum um ástandið á tímum COVID-19.