Sagnastund á Garðskaga á laugardaginn
28. september 2024 kl. 15:00
Á komandi vetri eru áform um að halda áfram með sagnastund á Garðskaga. Laugardaginn 28. september kl. 15:00 verður sagnastund á veitingastaðnum Röstinni sem er á hæðinni ofan við Byggðasafnið á Garðskaga.
Þangað koma þrír Keflvíkingar og segja sögur frá uppvaxtarárum sínum í Keflavík. Þau eru Eiríkur Hermannsson, Helga Margrét Guðmundsdóttir og Jónas Ragnarsson. Þau munu ræða bernsku og æsku í Keflavík upp úr miðri síðustu öld.
Á þessum árum var rúnturinn í Keflavík miðja alheims ungmenna á Suðurnesjum. Oft mikið um að vera. Bátar við bryggjurnar, fiskvinnsla og aðkomufólk í vinnu með heimafólki. Frelsi hjá börnum og unglingum, sem voru virkir þátttakendur í atvinnulífinu og höfðu frelsi til útileikja og íþrótta.
Kraftmikið mannlíf og öflugt atvinnulíf og samfélag. Athafnasöm ungmenni eiga minningar sem allt er í lagi með að greina frá áratugum síðar.
Allir velkomnir á Garðskaga, ekki aðgangsgjald, veitingahúsið og byggðasafnið verða opin.
Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga