Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sagnastund á Garðskaga á laugardaginn
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 10. febrúar 2023 kl. 11:12

Sagnastund á Garðskaga á laugardaginn

Sagnastund verður á Garðskaga laugardaginn 11. febrúar kl. 15:00.

Byggðin á Suðurnesjum byggðist upp á fiskveiðum og fiskvinnslu. Sjósókn er Suðurnesjamönnum í blóð borin. Þrír fyrrum skipstjórar koma að sagnastundinni í þetta sinn og segja frá eftirminnilegum degi eða sjóróðri hver fyrir sig. Þeir eru Ásgeir Hjálmarsson, Hafsteinn Guðnason og Magnús Guðmundsson.

Sagnastundin verður haldin í veitingahúsinu Röstinni á Garðskaga, Skagabraut 100 í Suðurnesjabæ. Frír aðgangur. Hægt er að kaupa kaffi eða te með vöfflu eða köku og svokölluð happy hour stund verður fyrir þá sem slíku vilja vita af.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Byggðasafnið á Garðskaga verður opið frá kl. 13 til 17 sama dag, ef gestir vilja skoða safnið fyrir eða eftir sagnastundina.

Áformað er að næstu sagnastundir verði laugardagana 11. mars, 15. apríl og 13. maí 2023. Síðar verður greint frá dagskrá þá daga.

Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.