Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sagnastund á Garðskaga - Varðskipið Óðinn
Fimmtudagur 3. nóvember 2022 kl. 14:56

Sagnastund á Garðskaga - Varðskipið Óðinn

Þriðjudaginn 8. nóvember 2022, kl. 15:00 verður sagnastund í safnahúsinu við Garðskagavita, á veitingahúsinu Röstinni, 2. hæð. Aðgangur ókeypis.

Egill Þórðarson loftskeytamaður segir frá varðskipinu Óðni. Hópur fyrrum áhafnarmanna og annarra áhugasamra hafa unnið ómælt við að halda skipinu siglingahæfu og er því siglt við hátíðleg tækifæri. Áhugasamir eru hvattir til að mæta, en mæting gæti verið mæling á hvort fleiri slíkar stundir verði í vetur. Veitingahúsið verður opið og gestir geta keypt veitingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Byggðasafnið á Garðskaga er opið til kl. 17:00. Tilvalið er að koma áður en viðburðurinn hefst og skoða safnið. Aðgangur ókeypis.

Áhugahópur um sagnastund á Garðskaga.


VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson