Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sagnaslóðir á Reykjanesi I: Útgáfukvöld í Saltfisksetrinu í Grindavík
Sunnudagur 10. júní 2007 kl. 14:48

Sagnaslóðir á Reykjanesi I: Útgáfukvöld í Saltfisksetrinu í Grindavík

Fimmtudaginn 14. júní kl. 21:00 verður útgáfukvöld í Saltfisksetrinu. Tilefnið er útkoma ritsins  Sagnaslóðir á Reykjanesi I.  Kynning verður á ritinu, myndasýning og fjöldasöngur. 

Ritið Sagnaslóðir á Reykjanesi I  byggist á efni sem leiðsögumenn Reykjaness fluttu  á sagnakvöldum víðs vegar á Suðurnesjum á tímabilinu desember ´05 – apríl ´07.
Sigrún Jónsd. Franklín tók efnið saman og ritstýrði.

Reykjanesskaginn, sem nær frá Garðskagaflös upp í Hvalfjarðarbotn og frá Reykjanestá austur undir Þorlákshöfn, hefur að mörgu leyti verið mjög vanmetinn, bæði sögulega séð og sem ferðamannaslóðir. Er þá einkum átt við þann hluta hans, sem kallaður hefur verið Suðurnes. Þegar vel er gáð leynist þar mikil saga og merkileg og svæðið bíður upp á landfræðileg undur og feikna fegurð víðsvegar.

Ritinu er ætlað að opna augu fólks og vekja áhuga á þessum forvitnilegu slóðum. Eftir að hafa kynnt sér efni þess í ró og næði heima fyrir, er einkar hentugt að taka það með sér í bílinn, aka á einhvern þeirra staða, sem fjallað er um, og njóta síðan leiðsagnar þess um sögu, minjar og landslag í þægilegum og hressandi göngutúr.

Ritið er 141 bls. og prýtt fjölda mynda. Ritið verður til sölu á helstu upplýsingamiðstöðum ferðamála á Reykjanesi.

Ritstjóri færir öllum sem lagt hafa hönd á plóginn og veitt aðstoð við útgáfu þessa rits þakkir fyrir framlag sitt. Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og  Sparisjóði Keflavíkur sem styrktu ritið með fjárframlögum eru færðar  kærar þakkir. 

Á útgáfukvöldinu verður heitt á könnunni og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir

Sigrún Jónsd. Franklín
leiðsögumaður Reykjaness og ritstjóri
[email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024