Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sagnakvöld um Krýsuvík
Mánudagur 23. febrúar 2009 kl. 12:45

Sagnakvöld um Krýsuvík

Fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20-22 verður sagnakvöld í Góðtemplarahúsinu, (Gúttó) Suðurgötu 7, Hafnarfirði. Sagnir úr Krýsuvík,  í umsjón sjf menningarmiðlunar
 
Krýsuvík - minjar og saga.
Ómar Smári Ármannsson, göngugarpur og fornleifafræðinemi hefur gengið vítt og breitt um Krýsuvíkursvæðið. Í Krýsuvík eru búsetuminjar allt frá landnámstíð og jafnvel fyrr. Ómar mun segja frá ótal minjum, sýna myndir og segja magnaðar sögur af svæðinu.  
 
Krýsuvík - búrekstur og virkjunaráform á 20. öldinni.
Reynir Ingibjartsson, útgefandi fjallar um kúabúið, gróðurhúsarækt, virkjunaráform og m.fl. sem átti sér stað í Krýsuvík á 20. öldinni. Á ýmsu gekk og sumir töldu að álög hvíldu á svæðinu.
 
Krýsuvík - vinnuskóli.
“Vasklega að verki göngum, vinir með gleði söngvum”.... Þannig hljóðar upphafið af Krýsuvíkursöngnum sem hundruðir hafnfirskra drengja sungu á meðan þeir dvöldu í Krýsuvík. Haukur Helgason fv. skólastjóri mun fjalla um skólann, segja skemmtilegar sögur og sýna myndir frá Vinnuskólanum sem starfræktur var á árunum 1953-1964.
 
Á milli atriða  verður fjöldasöngur. Vonandi mun Krýsuvíkursöngurinn hljóma hátt hjá fyrrum vinnuskóladrengjum. Tilvalið er að taka með sér vinkonur og vini, skella sér á sagnakvöld og njóta menningararfleiðar. Heitt verður á könnunni og allir eru velkomnir.
 
Bókin Sagnaslóðir á Reykjanesi I sem byggir á efni fyrri sagnakvölda verður á sérstöku tilboðsverði þetta kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024