Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sagnakvöld í Kirkjuvogskirkju í kvöld
Fimmtudagur 14. desember 2006 kl. 16:20

Sagnakvöld í Kirkjuvogskirkju í kvöld

Í kvöld á milli kl. 20:00 – 22:00 munu leiðsögumennirnir Sigrún Franklín, Jóhanna Þórarinsdóttir og Ketill G. Jósefsson bjóða íbúum og öðru áhugasömu fólki upp á sagnakvöld í Kirkjuvogskirkju í boði Reykjanesbæjar. 

Saga svæðisins er mjög áhugaverð. Leiðsögumenn Reykjaness kynntu sér söguna og fylltust miklum áhuga vegna þess hversu athyglisverð hún er og vilja miðla hluta hennar áfram til íbúa og annarra gesta. Sigrún sýnir myndir og segir frá  merkum minjum, járnminningarmörkum en nokkur þeirra prýða kirkjugarðinn í Höfnum. 

Jóhanna segir frá Jamestown, skipinu fræga, sem strandaði fyrir utan Ósabotna fyrir nákvæmlega 125 árum síðan og margir Suðurnesjamenn nutu góðs af farminum. Enn má sjá minjar frá strandinu m.a. ankerið úr skipinu. Ketill sýnir myndir og segir sögur af Kötlunum þremur er bjuggu í Höfnum kynslóð fram af kynslóð Ketill er að sjálfsögðu afkomandi þeirra.

Á milli atriða verður jólasöngur.

Heitt verður á könnunni og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024