Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sagnakvöld í Kálfatjarnarkirkju
Mánudagur 16. janúar 2006 kl. 09:21

Sagnakvöld í Kálfatjarnarkirkju

Leiðsögumenn Reykjaness standa fyrir sagnakvöldi í samvinnu við Minjafélag Vatnsleysustrandar og Mark-Hús ehf. fimmtudaginn 19. janúar kl. 20:00 - 22:00. Saga Voga- og Vatnsleysustrandar er mjög áhugaverð. Leiðsögumennirnir kynntu sér hana og fylltust áhuga og vilja miðla hennar til íbúa og annarra gesta.

Leiðsögumennirnir Sigrún Franklín, Viktor Guðmundsson og Ómar Smári Ármannsson munu fræða áheyrendur um muni og minjar á Kálfatjörn, sagnir af fræknum útvegsmönnum og blómlegum útvegi á Vatnsleysuströnd á seinni hluta 19. aldar og seljabúskap, sem var mikið stundaður í Vatnsleysustrandarhreppi á fyrri öldum.

Sjá nánar á heimasíðu Leiðsögumanna Reykjaness, www.reykjanesguide.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024