Sagnakvöld í Innri-Njarðvíkurkirkju
Innri-Njarðvík á sér langa og merkilega sögu. Þar var höfðingjasetur frá 17. öld fram undir aldamótin 1900. Þar var m.a. byggð kirkja árið 1866, sem enn stendur. Hún er með elstu steinhúsum landsins og getur talist nýbygging ef miðað er við þann tíma sem kirkja hefur staðið í Innri Njarðvík.
Sagan greinir frá mörgum litríkum og kraftmiklum persónum sem hafa búið í Innri Njarðvík í gegnum tíðina, margir suðurnesjamenn geta rakið ættir sínar þangað.
Nokkrir félagar innan Leiðsögumanna Reykjaness kynntu sér þessa sögu og fylltust miklum áhuga vegna þess hversu athyglisverð hún er og vilja miðla henni áfram til íbúa.
Fimmtudaginn 15. desember kl. 20:00 – 22:00 ætla leiðsögumennirnir Sigrún Franklín, Rannveig Garðarsdóttir og Dagbjört Óskarsdóttir að bjóða íbúum og öðru áhugasömu fólki upp á sagnakvöld í Innri-Njarðvíkurkirkju á vegum Leiðsögumanna Reykjaness í samvinnu við Byggðasafn Reykjanesbæjar og Húsaness ehf.
Sigrún segir frá sagnaskemmtun, þróun hennar og sérstöðu á svæðinu. Einnig segir hún frá frænda sínum, sagnamanninum Guðmundi A. Finnbogasyni.
Rannveig segir frá sögu kirkjuhaldara í Innri-Njarðvíkurkirkju frá upphafi en það embætti var í höndum sömu ættarinnar í 279 ár eða í sjö ættliði, þ.á.m. Ásbjörns Ólafssonar, sem stóð fyrir byggingu kirkjunnar. Eiginkona hans, Ingveldur Jafetsdóttir, var frænka Rannveigar.
Dagbjört segir sögur af Helga Ásbjörnssyni og Jórunni Jónsdóttur, frænku sinni. Þau voru síðustu ábúendur og kirkjuhaldarar í Innri Njarðvík.
Að lokum verður boðið inn í Byggðasafnið Innri Njarðvík, hús Helga og Jórunnar. Þar verður heitt súkkulaði á boðstólum.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
F.h. Leiðsögumanna Reykjaness
Sigrún Franklín, Rannveig Garðarsdóttir og Dagbjört Óskarsdóttir.
Sagan greinir frá mörgum litríkum og kraftmiklum persónum sem hafa búið í Innri Njarðvík í gegnum tíðina, margir suðurnesjamenn geta rakið ættir sínar þangað.
Nokkrir félagar innan Leiðsögumanna Reykjaness kynntu sér þessa sögu og fylltust miklum áhuga vegna þess hversu athyglisverð hún er og vilja miðla henni áfram til íbúa.
Fimmtudaginn 15. desember kl. 20:00 – 22:00 ætla leiðsögumennirnir Sigrún Franklín, Rannveig Garðarsdóttir og Dagbjört Óskarsdóttir að bjóða íbúum og öðru áhugasömu fólki upp á sagnakvöld í Innri-Njarðvíkurkirkju á vegum Leiðsögumanna Reykjaness í samvinnu við Byggðasafn Reykjanesbæjar og Húsaness ehf.
Sigrún segir frá sagnaskemmtun, þróun hennar og sérstöðu á svæðinu. Einnig segir hún frá frænda sínum, sagnamanninum Guðmundi A. Finnbogasyni.
Rannveig segir frá sögu kirkjuhaldara í Innri-Njarðvíkurkirkju frá upphafi en það embætti var í höndum sömu ættarinnar í 279 ár eða í sjö ættliði, þ.á.m. Ásbjörns Ólafssonar, sem stóð fyrir byggingu kirkjunnar. Eiginkona hans, Ingveldur Jafetsdóttir, var frænka Rannveigar.
Dagbjört segir sögur af Helga Ásbjörnssyni og Jórunni Jónsdóttur, frænku sinni. Þau voru síðustu ábúendur og kirkjuhaldarar í Innri Njarðvík.
Að lokum verður boðið inn í Byggðasafnið Innri Njarðvík, hús Helga og Jórunnar. Þar verður heitt súkkulaði á boðstólum.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
F.h. Leiðsögumanna Reykjaness
Sigrún Franklín, Rannveig Garðarsdóttir og Dagbjört Óskarsdóttir.