Sagnakvöld í Hvalsneskirkju
Miðvikudaginn 18. apríl kl. 20:00 – 22:00 munu leiðsögumennirnir Ingibjörg Jóhannsdóttir, Reynir Sveinsson og Sigrún Franklín halda sagnakvöld í Hvalsneskirkju í Sandgerði. Sagnakvöldið er áttunda og jafnframt síðasta sagnakvöldið sem haldið er í sveitarfélögum á Suðurnesjum á þessum vetri. Þátttaka hefur verið mjög góð á fyrri kvöldum og án efa verður hún það einnig á þessum síðasta degi vetrar í Hvalsneskirkju.
Saga svæðisins er mjög áhugaverð. Leiðsögumenn Reykjaness kynntu sér söguna og fylltust miklum áhuga vegna þess hversu athyglisverð hún er og vilja miðla hluta hennar áfram til íbúa á Suðurnesjum og annarra gesta.
Ingibjörg flytur erindi um Hallgrím Pétursson sem þjónaði í Hvalsneskirkju frá 1644-1651. Í kirkjunni er varðveittur legsteinn með nafni Steinunnar dóttur Hallgríms sem dó mjög ung og Hallgrímur orti innileg kvæði til.
Reynir sem jafnframt er forstöðumaður Fræðasetur Sandgerðis mun segja sögur og lýsa helstu stöðum í Sandgerði og nágrenni eins og honum er einum lagið.
Sigrún mun enda sagnakvöldin á þessum vetri með því að flytja erindi um Magnús Bergmann í Fuglavík en hann gegndi hreppstjórastarfi frá 1883-1925 eða í samfleytt 42 ár.
Á milli atriða verður fjöldasöngur. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Saga svæðisins er mjög áhugaverð. Leiðsögumenn Reykjaness kynntu sér söguna og fylltust miklum áhuga vegna þess hversu athyglisverð hún er og vilja miðla hluta hennar áfram til íbúa á Suðurnesjum og annarra gesta.
Ingibjörg flytur erindi um Hallgrím Pétursson sem þjónaði í Hvalsneskirkju frá 1644-1651. Í kirkjunni er varðveittur legsteinn með nafni Steinunnar dóttur Hallgríms sem dó mjög ung og Hallgrímur orti innileg kvæði til.
Reynir sem jafnframt er forstöðumaður Fræðasetur Sandgerðis mun segja sögur og lýsa helstu stöðum í Sandgerði og nágrenni eins og honum er einum lagið.
Sigrún mun enda sagnakvöldin á þessum vetri með því að flytja erindi um Magnús Bergmann í Fuglavík en hann gegndi hreppstjórastarfi frá 1883-1925 eða í samfleytt 42 ár.
Á milli atriða verður fjöldasöngur. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.