Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sagnakvöld í „Community center“ á Vellinum
Mánudagur 12. mars 2007 kl. 09:16

Sagnakvöld í „Community center“ á Vellinum

Fimmtudaginn 15. mars kl. 20:00 – 22:00 munu leiðsögumennirnir Kristján Pálsson, Sigrún Franklín, Dagbjört Óskarsdóttir og Margrét Íris Sigtryggsdóttir halda sagnakvöld í  „Community center“ á Vellinum í boði Reykjanesbæjar. Sagnakvöldið er sjöunda sagnakvöldið sem haldið er í sveitarfélögum á  Suðurnesjum. Þátttaka hefur verið mjög góð og án efa verður hún það einnig á þessu fyrrum varnarsvæði.

Saga svæðisins er mjög áhugaverð. Leiðsögumenn Reykjaness kynntu sér söguna og fylltust miklum áhuga vegna þess hversu athyglisverð hún er og vilja miðla hluta hennar áfram til íbúa á Suðurnesjum og annarra gesta.

Kristján flytur erindi um áhrif hers á samfélag. Kristján vinnur að BA ritgerð sinni um sama efni og mun án efa gera málinu góð skil. Hann er formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja.

Sigrún flytur erindi um sagnamenningu á Suðurnesjum. Hún hefur m.a. tekið viðtöl við eldri kynslóðina og  kynnt sér áhrif komu hers á sagnamenningu.

Dagbjört og Íris hafa reynslu af því að vinna á vellinum til margra ára og munu segja  skemmtilegar sögur af því.

Á milli atriða verður fjöldasöngur. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Mæting er við Vallarhliðið kl. 19:45 og mun rúta frá SBK aka með gesti að „Community center“ og til baka að loknu sagnakvöldi.
Fólk er beðið um að leggja bílum þannig að ekki hindri umferð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024