Sagnakvöld í „Community center“ á Vellinum
Fimmtudaginn 15. mars kl. 20:00 – 22:00 munu leiðsögumennirnir Kristján Pálsson, Sigrún Franklín, Dagbjört Óskarsdóttir og Margrét Íris Sigtryggsdóttir halda sagnakvöld í „Community center“ á Vellinum í boði Reykjanesbæjar. Sagnakvöldið er sjöunda sagnakvöldið sem haldið er í sveitarfélögum á Suðurnesjum. Þátttaka hefur verið mjög góð og án efa verður hún það einnig á þessu fyrrum varnarsvæði.Saga svæðisins er mjög áhugaverð. Leiðsögumenn Reykjaness kynntu sér söguna og fylltust miklum áhuga vegna þess hversu athyglisverð hún er og vilja miðla hluta hennar áfram til íbúa á Suðurnesjum og annarra gesta.
Kristján flytur erindi um áhrif hers á samfélag. Kristján vinnur að BA ritgerð sinni um sama efni og mun án efa gera málinu góð skil. Hann er formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja.
Sigrún flytur erindi um sagnamenningu á Suðurnesjum. Hún hefur m.a. tekið viðtöl við eldri kynslóðina og kynnt sér áhrif komu hers á sagnamenningu.
Dagbjört og Íris hafa reynslu af því að vinna á vellinum til margra ára og munu segja skemmtilegar sögur af því.
Á milli atriða verður fjöldasöngur. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Mæting er við Vallarhliðið kl. 19:45 og mun rúta frá SBK aka með gesti að „Community center“ og til baka að loknu sagnakvöldi.
Fólk er beðið um að leggja bílum þannig að ekki hindri umferð.








