Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sagna- og söngvakvöld á Nesvöllum
Fimmtudagur 4. september 2008 kl. 10:00

Sagna- og söngvakvöld á Nesvöllum

Sagna- og söngvakvöld verður haldið á upphafsdegi Ljósanætur í kvöld, fimmtudaginn 4. september í nýjum og glæsilegum  húsakynnum Nesvalla í Reykjanesbæ.
Á stokk stíga valinkunnir sagnamenn og segja sögur úr samtímanum og af þjóðkunnum einstaklingum, í bland við vísur og söng. 
Ætlunin er að skemmta fólki og verður sá háttur hafður á að hver sögumaður fær stuta stund til að segja sögur, síðan kemur kveðskapur og endað á samsöng allra gesta. Þeir sem stíga á stokk á þessu fyrsta sagnakvöldi Ljósanætur eru: Sigurður Vilhjálmsson, Ásmundur Friðriksson, Guðni Ágústsson, Jón Borgarsson og Árni Johnsen sem mun jafnframt leiða söng í lok kvöldsins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024