Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Saga Kakala og Ölli á Ljósanótt
Ingibjörg Gréta og Guðrún Hildur frá Saga Kakala ásamt Særúnu móður Ölla.
Mánudagur 7. september 2015 kl. 07:00

Saga Kakala og Ölli á Ljósanótt

Saga Kakala sýndi silkislæður og kasmírtrefla á Icelandair hotel í Keflavík á Ljósanótt.  Línan sem ber heitir Kachina er eftir hönnuðinn Helgu Björnsson en Helga starfaði í tískuhúsi Louis Féraud í París til margra ára.
Í tilefni af Ljósanótt  lagði Saga Kakala 20% af allri sölu í Minningar- og styrktarsjóð Ölla en  sjóðurinn hefur það að markmiði að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna.

Það var gríðarlega gaman að taka á móti fólki á Ljósanótt eins og alltaf og söfnunin í sjóð Ölla gekk vonum framar.  Við erum kátar og þakklátar fyrir móttökurnar,“ sagði Ingibjörg Gréta frá Saga Kakala.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

G.Helga listakona keypti slæðu til að styrkja sjóðinn og gera sér dagamun.

Guðrún móðursystir Ölla keypti slæðu fyrir sig og vinkonu sína.