Saga Kakala og Ölli á Ljósanótt
Saga Kakala sýndi silkislæður og kasmírtrefla á Icelandair hotel í Keflavík á Ljósanótt. Línan sem ber heitir Kachina er eftir hönnuðinn Helgu Björnsson en Helga starfaði í tískuhúsi Louis Féraud í París til margra ára.
Í tilefni af Ljósanótt lagði Saga Kakala 20% af allri sölu í Minningar- og styrktarsjóð Ölla en sjóðurinn hefur það að markmiði að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna.
„Það var gríðarlega gaman að taka á móti fólki á Ljósanótt eins og alltaf og söfnunin í sjóð Ölla gekk vonum framar. Við erum kátar og þakklátar fyrir móttökurnar,“ sagði Ingibjörg Gréta frá Saga Kakala.
G.Helga listakona keypti slæðu til að styrkja sjóðinn og gera sér dagamun.