Saga barna á söfnum
Saga barna er hluti af sögu landsins en lengst af var henni ekki mikið sinnt - þetta endurspeglast á söfnum landsins þar sem miklið vantar upp á að saga barna sé varðveitt og rannsökuð af söfnum. það sem einna helst finnst á söfnunum eru gripir sem tengjast yngstu börnunum - t.d. vöggur, barnastólar, sérhannaðar könnur, fatnaður og leikföng, en hvað með börn frá 10 ára aldri?
8 söfn á íslandi tóku sig til fyrir tveim árum og heimsóttu tíu ára börn í skólum og spurðu þau einfaldlega hvaða leiki og leikföngum þau léku sér að - niðurstöður þeirrar rannsóknar má sjá á farandsýningunni sem nú er hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar en hún ber heitið. Ekki snerta jörðina - og vísar það heiti einmitt á þrautaleiki þar sem ekki má stíga á eitthvað og er einn af þeim leikjum sem krakkarnir nefndu.
Sýningin verður opnuð í opinni geymslu safnsins en þar geta gestir einnig kynnt sér safnkostinn og er það afar sérstakt að hægt sé að bjóða upp á svo opna geymslu. Það var áhugavert að sjá hvernig saga barna tengist annari sögu, t.d. barnavagga sem Jón Jónsson í eldhúsinu smíðaði en safnið á einnig afar merkilegan skáp sem hann smíðaði einnig, Jón vann lengi við Duusverslun í Keflavík. Einnig á safnið járnrúm sem smíðað er af syni fyrsta vélstjórans í Keflavík og í safninu er einnig miðstöðvarofn sem barnabarn hans smíðaði og voru slíkir ofnar í felstum húsum hér þar til hitaveitan leysti olíufíringuna af hólmi. Dúkkurúm kemur frá annarri fjölskyldu sem lengi rak vélsmiðju Olsen en þar var m.a. hannaður og framleiddur sjáflvirkur sleppibúnaður björgunarbáta - Ef við skoðum söguna með þessum gleraugum þá minnir það á að persónur sögunnar voru líka einu sinni börn og síðar foreldrar.