Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Safndiskur með lögum Maríu Baldurs
Mánudagur 5. mars 2007 kl. 09:11

Safndiskur með lögum Maríu Baldurs

Í tilefni af sextugfsafnæli Maríu Baldursdótturþann 28. febrúar var gefinn út glæsilegur safndiskur með heildarverkum hennar á hljómplötunni Að eiga sér draum. Síðan 1974 hefur hún sungið inn á fjölda hljómplatna með ýmsum flytjendum en hljómplötuferill hennar hófst á sólóplötu sem Hljóma-útgáfan sendi frá sér árið 1974.


Auglýsingastofan 1, 2 og 3 hannaði útlit disksins og þar eru td. prentaðir textarnir við alla söngvana, 24 talsins og segir Þorsteinn Eggertsson m.a. í formála:

 

„Hún fæddist inn í músíkfjölskyldu, tengdist músíkmanni og kom sér upp músíkfjölskyldu með honum. Hún hefur því lifað og hrærst í músík alla ævi og finnst ekkert eðlilegra. Hún var farin að syngja opinberlega um svipað leyti og Rúnar Júlíusson, síðar sambýlismaður hennar, kom fyrst fram á sjónarsviðið með Hljómum. Reyndar var það hún sem kom Hljómum á framfæri; útvegaði þeim fyrsta djobbið. Það var í Krossinum í Njarðvík og hún var aðeins sextán ára gömul.
Hún hefur sungið við undirleik föður síns, bróður síns, mannsins síns og sona sinna, þeirra Baldurs Þóris og Júlíusar Freys. Og hún hefur sungið með fleirum; þekktum sem óþekktum, hér á landi og erlendis. Henni hefur þótt jafn sjálfsagt að koma fram í Ungó og Los Angeles, 
Glaumbæ og Kaupmannahöfn - eða hvar sem er. Henni hefur fundist alveg eins sjálfsagt að vera fegurðardrottning Íslands (1969) og að snyrta hár annarra fegurðardrottninga. Henni kemur fátt á óvart, enda er hún bæði vakandi og líflegur persónuleiki.
Lögin, sem María syngur á þessari hljómplötu, hafa svo til öll komið út áður. Það eru meira en þrír áratugir síðan þau fyrstu komu út en þau hafa elst virkilega vel, ekki síður en söngkonan sem heldur upp á stórafmæli um þessar mundir.”


Útgáfufyrirtækið Geimsteinn gefur út hljómplötuna sem kom út á afmælisdegi Maríu, 28. febrúar eins og fyrr sagði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024