Safnahelgin tókst vel – myndir
Safnahelgi á Suðurnesjum fór fram um síðustu helgi þegar söfn, setur og sýningarsalir voru opin almenningi án endurgjalds. Margt áhugavert bar fyrir augu og almenn ánægja hjá fólki með dagskránna. Þannig var ásókn á stríðsminjasýningu í Svarta pakkhúsinu svo mikil að ákveðið hefur verið að taka upp þráðinn að nýju um komandi helgi og verður hún opin laugardag og sunnudag. Ljósmyndari VF fór á milli sýninga og tók meðfylgjandi myndir.
Fleiri myndir eru í myndasafni neðar á síðunni.